Frábær endir hjá Brynjari Leó

Góður árangur Brynjars Leó um helgina eykur möguleika hans á þátttöku á Ólympíuleikunum í Rússlandi …
Góður árangur Brynjars Leó um helgina eykur möguleika hans á þátttöku á Ólympíuleikunum í Rússlandi árið 2014.

Landsliðsmaðurinn í skíðagöngu, Brynjar Leó Kristinsson frá Akureyri, endaði FIS-mótaröðina í Svíþjóð og Noregi frábærlega á Sverigecupen sl. helgi. Brynjar keppti bæði með hefðbundinni og frjálsri aðferð. Hann endaði í 29. sæti í hefðbundinni göngu og hlaut fyrir það 130 FIS stig, sem er hans besti árangur til þessa í þeirri grein. Í göngu með frjálsri aðferð hafnaði Brynjar í 22. sæti og fékk 94 FIS-stig. Til marks um hvað þessi árangur Brynjars er góður þá eru A-lágmörk inn á Ólympíuleikana í Rússlandi árið 2014, 100 FIS stig. Þau stig verður að ná frá júlí nk. til 19. janúar 2014. Miðað við bætingu Brynjars undanfarna mánuði er möguleikarnir sannarlega til staðar.

Nýjast