Frábær árangur Draupnismanna á erlendu júdómóti

Keppendur í Draupni frá Akureyri náðu frábærum árangri í Hillerød International Judo Cup nýverið. Alls voru 12 keppendur frá Draupni á mótinu sem unnu til samtals 13 verðlauna, þar af fjögurra gullverðlauna, fimm silfurverðlauna og ferna bronsverðlauna. Á vef Draupnis segir að mikil samstaða hafi verið á meðal keppenda og að mati Gunnars Arnar þjálfara þeirra náðu allir keppendurnir sínu besta fram á vellinum. „Maður dagsins var að öðrum ólöstuðum Alexander Heiðarsson sem glímdi alls 11 glímur á mótinu og sigraði 9 þeirra. Hann keppti í U18 og U15 -55 kg. flokki. Hann tapaði naumlega úrslitaglímu í U15 ára en tók sig svo til og sigraði U18 ára með glæsibrag. Frábær frammistaða. Einnig verður að nefna Breka Bernharðsson sem vann til háttvísiverðlauna mótsins fyrir afar óeigingjarna framkomu gagnvart mótherja auk þess að sigra sinn flokk sem var í masters – 100 kg. Breki er sjálfur tæplega 80 kg,“ segir á vef Draupnis.

Árangur keppenda var eftirfarandi:

Ágúst Már Ægisson

3. sæti U15

Alexander Heiðarsson
Alexander Heiðarsson

1. sæti U18
2. sæti U15

Arnar Þór Björnsson

2. sæti í U21

Árni Jóhann Arnarsson

1. sæti U15

Baldur Bergsveinsson

3. sæti U18

Breki Bernharðsson

1. sæti í masters -100kg

Dofri Vikar Bragason

2. sæti U21

Elísabeth Anna Gunnarsdóttir

1. sæti í U15

Gylfi Rúnar Edduson

3. sæti í U15

Hekla Dís Pálsdóttir

3. sæti í U15

Hilmar Örn Jórunnarson

2. sæti í masters

Skafti Þór Hannesson McClure

2. sæti í U18

Nýjast