Það sé mjög sérstakt að forsetinn skuli bregðast við með þessum hætti og hvetja til þess að fólk missi vinnuna, starfsfólk sem sé innan aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Hann spyr hvort þetta sé atvinnustefna ASÍ í öllu atvinnuleysinu? Aðalsteinn segir að starfsfólk í afurðastöðvum hafi haft samband við hann um helgina til að lýsa yfir vanþóknun á ummælum forsetans. Það sé bullandi reiði meðal starfsmanna og reyndar forsvarsmanna afurðastöðvanna líka.