Þverpólitísk samstaða hafi verið um að stuðla ekki að hækkunum á matvælum með frekari álögum hins opinberlega. Aðalsteinn segir skattbyrði á launþega nú þegar vera fyrir ofan öll þolmörk. Ekki síst hjá barnmörgum fjölskyldum og tekjulágu fólki. Þess vegna verði það aldrei liðið að matvæli verði skattlögð meira en þegar er gert, segir á heimasíðu Framsýnar.