Fór með stól úr útibúi Landsbankans á Akureyri

Reið kona tók stól frá Landsbanknum á Akureyri í dag og fór með hann út úr bankanum. Með þessu vildi hún sýna andúð sína vegna glataðra fjármuna í bankanum. Lögregla var kölluð til en sátt náðist og var stólinn aftur borinn inn í bankann.
 

Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, vildi ekki gera mikið úr atvikinu, en sagði á visir.is, að þarna hefði fyrst og fremst verið um mótmæli að ræða. Helgi Teitur segir að engin vandræði önnur hafi komið upp, en auðvitað séu sumir reiðir. Öryggisvörður var að störfum í útibúi Landsbankans á Akureyri um tíma rétt eftir bankahrunið en hann hefur nú hætt störfum. Til skoðunar er hvort aftur verður notast við öryggisvörð.

Nýjast