Fólki fjölgaði hlutfallslega mest í Grýtubakkahreppi

Íbúum í Grýtubakkahreppi fjölgaði um 16 á síðasta ári og er enn að fjölga.
Íbúum í Grýtubakkahreppi fjölgaði um 16 á síðasta ári og er enn að fjölga.

„Þetta er alveg óskaplega skemmtilegt, ánægjuleg tilbreyting því undanfarin ár höfum við mátt horfa upp á fólksfækkun,“ segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Íbúum í hreppnum fjölgaði um 16 á milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar, þeir voru 350 talsins um síðustu áramót og fjölgaði hlutfallslega mest í Eyjafirði. „Við höfum verið að berjast við fólksfækkun undanfarin ár, þannig að þetta eru mjög gleðileg tíðindi,“ segir Guðný.  Hún segir að fólk hafi flutt í sveitarfélagið í nokkrum mæli og telur að einkum komi þar tvennt til, næg atvinna og góð grunnþjónusta.  Á síðustu vikum hafa tvær fjölskyldur flutt á staðinn eða um 10 manns. Guðný segir að húsnæðismál séu í þeim farvegi að einstaklingar hafi lítið byggt undanfarin misseri og eflaust þörf á að bæta við íbúðum haldi fólki áfram að fjölga.

Nýjast