Alls eru 920 atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra og má ætla að hlutur fiskverkafólks af þeim fjölda sé u.þ.b. 570 manns, eða 62% af atvinnuleitendum. Vegna verkfalls sjómanna getur talan hækkað á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn í landsvinnslu hjá ÚA á Akureyri hafa verið án vinnu í hátt í tvo mánuði.
Hildigunnur Sigvardsdóttir, trúnaðarmaður hjá ÚA, segir fólk orðið langþreytt á ástandinu. Nánar er fjallað um málið og rætt við Hildigunni í prentúgáfu Vikudags.