Í dag var lengd flugbraut á Akureyrarflugvelli ásamt nýju aðflugi formlega tekin í notkun. Jafnframt hefur ýmiss aðflugsbúnaður verið
endurnýjaður og endurbættur sem eykur öryggi í aðflugi að flugvellinum og stuðlar að enn betri nýtingu á honum. Heildarkostnaður við
verkið er um 1,7 milljarðar króna. Það voru þeir Kristján Möller samgönguráðherra og Arngrímur Jóhannsson flugstjóri
sem „klipptu“ á borðann við opnunina með því að fljúga áhann þegar þeir komu inn til lendingar á
sjóflugvél Arngríms. Slökkviliðið bjó til mikinn vatnsboga sem flugvélin fór í gegnum, og var opnunin því hvort tveggja
í senn tilkomumikl og óvenjuleg
Þá kom fram í máli Kristján Möller við opnunina í dag að stjórn Flugstoða hefur samþykkt viljayfirlýsingu um og hafið
undirbúning að því að stækka flugstöðina og bæt við búnaði til að unn sé að anna auknum flutningum bæði
í fragtflugi og farþegaflugi. Framkvæmdir við flugvöllinn hófust vorið 2008 og var opnað fyrir flugumferð um endurbættan flugvöll og
nýtt aðflug tekið í notkun 29. júlí sl.Flugbrautin var lengd um 460 metra til suðurs og er nú 2400 metrar að lengd. Einnig var eldri hluti
flugbrautarinnar styrktur og réttur af með nýju malbiki, endaöryggissvæði endurbyggð og stækkuð úr 60 metrum í 150 metra við hvorn
enda vegna breyttra reglna frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO). Heildarlengd flugbrautar með öryggissvæðum er þar með orðin 2700
metrar. Jafnframt hafa “axlir” við flugbrautina verið malbikaðar.Aðflugsljósabúnaður var endurnýjaður og nýr stefnusendir settur upp.
Unnið er að uppsetningu á nýju og fullkomnu blindaðflugi sem gefur enn frekari möguleika fyrir þær tegundir flugvéla, sem notaðar eru í
innanlandsflugi.Að framkvæmdum loknum er ljóst að Akureyrarflugvöllur er mun betur í stakk búinn til að þjóna millilandaflugi með frakt og
farþega. Hlutverk hans sem varaflugvöllur styrkist við framkvæmdirnar sem og mikilvægi hans fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi.Með
lengdri flugbraut opnast ný tækifæri fyrir flugrekendur til að nýta flugvöllinn til farþega- og fraktflutninga, m.a. með því að
fleiri tegundir flugvéla geta núna farið um hann.Samstarf allra aðila sem komu að þessum framkvæmdum hefur verið gott og tímaáætlanir
staðist. Lítils háttar röskun varð á innanlands- og millilandaflugi í júlíbyrjun 2008 vegna malbiksframkvæmda og viðgerða á
eldri braut.