Flóttafólkið kemur norður annað kvöld

Af þeim 23 flóttamönnum sem koma til Akureyrar eru 14 börn.
Af þeim 23 flóttamönnum sem koma til Akureyrar eru 14 börn.

Hópur flóttamanna frá Sýrlandi kemur til landsins á morgun, þriðjudag en af þeim kom 23 til Akureyrar. Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnisstjóri móttöku flóttafólks, segir flóttamennina koma samdægurs til Akureyrar eða annað kvöld. Hún segir ennfremur að allt sé til reiðu fyrir komu fólksins. Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Rauði krossins í Eyjafirði, segir að verið sé að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu. Áætlað er að fulltrúar frá bænum og Rauða krossinum taki á móti fólkinu.

Nýjast