Flokkun taki yfir rekstur gáma- svæðisins við Réttarhvamm

Umhverfisnefnd Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að fela  starfsmönnum að ganga frá samningi við Flokkun Eyjafjörður ehf. um rekstur gámasvæðisins við Réttarhvamm. Framkvæmd sorphirðu frá heimilum og grenndargámavæðing verður áfram í umsjón Akureyrarbæjar.
 

Umhverfisnefnd telur jafnframt nauðsynlegt að formaður umhverfisnefndar taki sæti í stjórn Flokkunar Eyjafjarðar ehf. til að auka tengsl. Ingimar Eydal sat hjá við afgreiðslu málsins.

Nýjast