Beint flug frá Akureyri til Parísar á 8-liða úrslitin
28. júní, 2016 - 14:21
Margir vilja styðja við bakið á íslenska liðinu í París. Mynd/Þorgeir Baldursson
Akureyringar eru áhugasamir um að komast á leikinn í París á sunnudaginn kemur þegar Ísland mætir Frökkum í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi í knattspyrnu karla. Boðið verður upp á beint flug frá Akureyri á sunnudag ef tekst að fullbóka í ferðina. Frá þessu er greint á vef Rúv. Þar er haft eftir Þorvaldi Lúðvíki Sigurjónssyni, eins forsprakka Circle Air, að fyrirtækið sé búið að tryggja sér 50 sæta þotu eða 170 manna þotu eftir því hve áhuginn á ferðinni verður mikill. Farið verður á sunnudagsmorgun og komið heim á miðnætti.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð byggingaáform í húsnæði við Glerárgötu 28 á Akureyri þar sem sótt er um að setja upp líkamsræktarstöð
Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyri. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.
Afar fjölsótt og vel heppnuð Hríseyjarhátíð var haldin um síðustu helgi. Á kvöldvöku laugardagskvöldsins var tilkynnt um úrslit í samkeppni um nafn á fjarvinnusetrið í eyjunni.
Bæjarhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hátíðin verður glæsileg, líkt og undanfarin ár, með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.