Vilja styttri vinnuviku frekar en hærri laun

Fleiri bæjarbúar á Akureyri vilja frekar styttri vinnuviku en hærri laun. Þetta kemur fram í nýlegri spurningakönnun RHA sem náði til 1000 íbúa á Akureyri en 664 svöruðu könnuninni. Spurt var hvort væri mikilvægara að hækka laun eða stytta vinnuvikuna.

Á vef RHA segir að athyglisvert sé að fleiri telji mikilvægara að stytta vinnuvikuna, eða tæp 38% en tæp 28% telja mikilvægara að hækka laun. Ríflega þriðjungur töldu hvort tveggja vera jafn mikilvægt.  Þegar þetta var skoðað eftir kyni koma í ljós marktækur kynjamunur en konur töldu meiri þörf á að stytta vinnuvikuna en karla töldu mikilvægara að hækka laun.

Nýjast