Fjölsmiðjan fær þriggja milljóna króna rekstrarstyrk

Á fundi félagsmálaráðs í vikuni var samþykkt að veita Fjölsmiðjunni á Akureyri þriggja milljóna króna rekstrarstyrk fyrir árið 2009. Fjölsmiðjan er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum, sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu.  

Í Fjölsmiðjunni er ungmennum hjálpað við að finna sér stað í lífinu og byggja sig upp fyrir framtíðina. Samkvæmt hugmyndinni er verklag eða vinnugeta fólksins virkjað svo unga fólkið öðlist reynslu og verði hæfara til að finna sér starfsgrein eða að fara í frekara nám. Fjölsmiðjunni er ætlað að aðstoða ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem ekki hefur náð að fóta sig á vinnumarkaði við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Þessir einstaklingar, sem eru á aldrinum 16-24 ára, eru atvinnulausir vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála. Fjölsmiðjan er vinnusetur og felst starfsemi hennar einkum í framleiðslu vara, faglegri verkþjálfun og ýmiss konar þjónustu.

Nýjast