Fjölskyldustund á Icelandair Hótel Akureyri á sunnudag

Icelandair Hótel Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Icelandair Hótel Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Sunnudaginn 4. desember ætlar Icelandair Hótel Akureyri að bjóða uppá fjölskyldustund í Stofu 14 frá kl 14 - 17. Þráinn Karlsson les jólasögu, Lopabandið spilar jólalög og boðið verður uppá kakó og smákökur við arineld gegn vægu gjaldi. “Hótelið verður jafnframt til sýnis og vonandi að Akureyringar nýti tækifærið og líti við og skoði þetta nýja hótel,” segir Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri.

“Ég veit að það eru margir sem hafa áhuga á því og fjölmargir eru nú þegar búnir að koma og skoða. Sérstaklega er gaman að koma á 5.  hæðina og sjá útsýnið út og suður fjörð. Það er svo sannarlega tignarlegt,” segir Sigrún Björk. Icelandair Hótel Akureyri við Þingvallastræti var opnað 10. júní sl. en þá voru 63 herbergi tilbúin. Hótelið mun bjóða upp á alls 101 herbergi en önnur 38 verða tilbúin þann 1. júní 2012. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður og bar sem og upphituð skíðageymsla með sérstökum inngangi fyrir vetrargesti.

Nýjast