Skeljahátíðin verður á laugardeginum á milli kl. 13:00 og 15.00 og þar verður í boði skeljasúpa elduð af Friðriki V, íslandsmeistaramótið í skeljakappáti. Söngvarakeppni barna verður á sínum stað, ratleikurinn, kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn. Það er enginn annar en þingmaðurinn Árni Johnsen sem stjórnar brekkusöngnum. Nánari upplýsingar er að finna á www.hrisey.net.