Tíu eru í einangrun á Norðurlandi eystra með Covid-19 samkvæmt nýjum tölum á covid.is og hefur þeim fjölgað um einn frá því í gær. Þetta er í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma sem fólki fjölgar í einangrun á landsfjórðungnum. Hins vegar fækkar um tvo í sóttkví á milli daga, eða úr 9 í 7.
Alls greindust 18 með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 11 í sóttkví.