Fjöldi fólks í Jónsmessuleik í Kjarnaskógi í kvöld

Mikill fjöldi fólks mætti í Kjarnaskóg í kvöld til að taka þar þátt í Jónsmessuleik, sem lýkur með varðeldi nú kl. 21.00. Framandi heimar voru í skóginum þar má nefna: Pölse verden, Kraftheima, Sköpunarheima, Dulheima, Jötunheima, Undirheima, Furðuheima, Miðheima, Glaðheima, Álfheima og Upplýsingaheima.  

Í Álfheimum var það sjálfur safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, Haraldur Þór Egilsson, sem bauð gestum að kíkja í kistil og skoða dularfulla muni dularfulla mannsins. Þátttakendur í Jónsmessuleiknum voru á öllum aldri og höfðu greinilega gaman af. Fjölmargir aðilar komu að þessari uppákomu í Kjarnaskógi og má þar nefna, Norræna félagið, Minjasafnið á Akureyri, Menningarmiðstöðina í Listagili/Listasumar, Sólskóga/Skógræktarfélag Eyfirðinga, Norrænu Upplýsingaskrifstofuna, Laufáshópinn og Skátafélagið Klakk.

Nýjast