Fjölbreytt dagskrá í tengslum við Listasumar á Akureyri

Að vanda verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tengslum við Listasumar á Akureyri næstu daga. Hljómsveitin Trúnó með Tómasi R. Einarssyni og Ragnheiði Gröndal spilar á Heitum fimmtudegi í Ketilhúsinu 23. júlí kl. 21.30. Auk Tómasar og Ragnheiðar leika Davíð Þór Jónsson á píanó, Ómar Guðjónsson á gítar og Matthias MD Hemstock á trommur og slagverk. Skemmtilegur og vandaður jazz.  

Dagskrá um skopmyndasögupersónurnar og hrekkjalómana Max og Moritz verður á Tónlistarhlaðborði í Föstudagshádegi í Ketilhúsinu 24. júlí kl. 12. Spennandi, bráðfyndinn, dálítið djúphygginn minningarþáttur um 100 ára dánardægur þýska rithöfundarins, myndlistarmannsins og faðir skopmyndasagnanna Wilhelm Busch. Kantatan Max und Moritz eftir Christoph Kobelt. Textar og myndir eftir Wilhlem Busch sýndar á tjaldi. Flytjendur: Vokalensemble Vocembalo, söngur, Jóhannes Vigfússon, píanó, Claudia Beck, slagverk og hanagal, Roswita Schilling, lestur þýskir textar, Þórarinn Eldjarn, lestur íslenskir textar. Stjórnandi Barbara Vigfússon.

Þursaflokkurinn verður með tónleika á Græna hattinum föstudaginn 24. júlí kl. 21. Sumartónleikar í Reykjahlíðarkirkju, Mývatni, laugardaginn 25. júlí kl. 21. Flytjendur: Tónlistarhópurinn Vokalensemble Vocembalo. Upplestur og tónlist í Byggðasafninu Hvoli, Dalvík, sunnudaginn 26. júlí kl. 14. Þórarinn Eldjárn og Vokalensemble Vocembalo frá Sviss.Síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 26. júlí kl. 17. Flytjendur: Mariya Semotyuk, flauta og  og David Schlaffke, orgel.

Sunnudaginn 26. júlí kl. 22 flytur Áhugaleikhús atvinnumanna sjónleikinn "Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna" eftir Steinunni Knútsdóttur í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Nánar um verkið á http://vikudagur.is/www.verksmidjan.blogspot.com

Nánari upplýsingar um dagskrá Listasumars á http://vikudagur.is/www.listagil.akureyri.is

Nýjast