Fjögur sækjast eftir fyrsta sæti

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins

Þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir hafa tilkynnt framboð sitt til kjörstjórnar Framsóknarflokksins og sækjast báðar eftir fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi. Stundin greindi frá þessu en þar er haft eftir Líneik að hún styðji Sigmund Davíð sem formann flokksins, en hún telji mikilvægt að fleiri kostir séu í fyrsta sætinu.

Þær bætast því í hóp með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Höskuldi Þórhallssyni sem báðir hafa tikynnt að þeir sækist eftir fyrsta sæti flokksins í kjördæminu.

Þórunn er þingflokksformaður Framsóknarflokksins, en hún sækist eftir fyrsta til öðru sæti og Líneik sækist eftir fyrsta til þriðja sæti. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Dagsetning þingsins verður ákveðin á miðstjórnarfundi í Hofi eftir rúma viku.

 

Nýjast