Árið 2006 fóru nokkrir félagar úr Ferðafélaginu Hörgi til að lagfæra það sem hrunið hafði, en ekki tókst að ljúka verkinu. Ekkert er vitað um aldur eða tilurð mannvirkisins, en sennilega hefur borgin verið notuð sem skjól fyrir sauðfé á vetrarbeit. Á dögunum unnu erlendir sjálfboðaliðar úr samtökunum SEEDS við lagfæringar á Fjárborginni og tókst að ljúka henni. Einnig var endurreist einföld girðing umhverfis borgina til að draga úr skemmdum af völdum búfjár.