Stefán B. Gunnlaugsson lektor við Háskólann á Akureyri heldur fyrirlestur á málstofu í viðskiptafræði föstudaginn 11. maí. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M102 í HA og hefst kl. 12.10. Þar mun Stefán fjalla um áhrif nýju frumvarpanna um stjórn fiskveiða og veiðigjald á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og þá kosti og galla sem á þeim eru. Stefáni, ásamt Daða Má Kristóferssyni, var falið af atvinnuveganefnd Alþingis að athuga áhrif og afleiðingar frumvarpanna. Þeir skiluðu skýrslu nýlega og mun Stefán fjalla um niðurstöðu skýrslunnar. Hann mun tala um frumvörpin og þá kosti og galla sem á þeim eru. Einnig mun hann skoða áhrif frumvarpanna á rekstur og efnahagslega stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og mildari útfærslu sem hefur minni áhrif á þau.