Síðastliðin sunnudag var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Gjögurs hf., Sæness ehf. og Grýtubakkahrepps um að þessir aðilar vinni sameiginlega að stofnun fiskvinnslu á Grenivík með það að markmiði að vinnsla hefjist eigi síðar en um áramótin 2009-2010 og samningur verði undirritaður svo fljótt sem auðið er.
„Auðvitað er ekkert öruggt ennþá í þessum málum en við vonum bara að þetta geti gengið og erum bjartsýn á það,” segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri á Grenivík. Um 18 manns var sagt upp störfum í saltfisksverkun Brims á Grenivík sl. mars en ekki er vitað hvað mörg störf munu skapast ef ný fiskvinnsla fer í gang. „Menn eru að fara í það núna að reyna að átta sig á hvernig vinnslu væri hagkvæmast að fara í, en það er ljóst að þónokkur störf mundu skapast,” segir Guðný.