Aðgengi að heilsugæslustöðinni á Akureyri er lélegt, meiri umferð er um miðbæinn vegna ferðamanna og uppi eru hugmyndir um byggingu gistiaðstöðu í húsinu sem þrengir hugsanlega að starfseminni. Allt þetta veldur því að nauðsynlegt er að fara yfir hvort þessi staðsetning stöðvarinnar gangi til lengdar. Nánar er fjallað um málið og rætt við forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) í nýjasta tölublaði Vikudags.