Hið árlega Króksmót Tindastóls og Fisk Seafood var haldið í 22. sinn á Sauðárkróki um helgina. Um 900 keppendur frá 19 félögum tóku þátt í mótinu sem skiptist í 104 lið. Keppt var í 5., 6., og 7. flokki drengja og áttu Þór og KA sína fulltrúa á mótinu.
Hjá Þór lentu bæði A- og B- liðin í fimmta flokki í öðru sæti, í sjötta flokki varð A- liðið í fyrsta sæti og D- liðið í þriðja sæti. Hjá sjöunda flokki varð A- liðið í fyrsta sæti og B- liðið í öðru sæti.
Hjá KA sigraði D- lið sjötta flokks sinn riðil ásamt A- liðinu hjá fimmta flokki en C- lið sjötta flokks varð í öðru sæti. Í sjöunda flokki lenti C- liðið í þriðja sæti og A- liðið í öðru sæti. Önnur lið hjá félögunum tveimur stóðu sig einnig mjög vel og geta drengirnir hjá KA og Þór verið stoltir af sinni frammistöðu á mótinu.