Fínn árangur á MÍ

Frjálsíþróttafélögin UMSE, UFA og HSÞ náðu fínum árangri um sl. helgi á Meistaramóti Íslands. Hjá UMSE náði hin 13 ára gamla Sveinborg Katla Daníelsdóttir silfurverðlaunum í stangarstökki kvenna þegar hún stökk 2,60 m og bætti sinn persónulega árangur um tíu sentímetra.

Hjá UFA varð Bjarki Gíslason annar í stangarstökki er hann stökk 4, 20 m og þriðji í 110 m grindahlaupi á tímanum 51;51. Bjartmar Örnuson varð þriðji í 400 m grindahlaupi á tímanum 60;74.

Hjá HSÞ sigraði Þorsteinn Ingvarsson langstökkið er hann stökk 7,16 m. Hafdís Sigurðardóttir sigraði í 200 m hlaupi á tímanum 25,64 sek., hún varð einnig önnur í langstökki, stökk 5,78 m og önnur í 100 m með tímann 12,48 sek.

Nýjast