Fimmtán umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Valsárskóla

Alls bárust 15 umsóknir um starf skólastjóra Valsárskóla á Svalbarðsströnd, en frestur til að sækja um stöðuna rann út í liðinni viku.  Gert er ráð fyrir að nýr skólastjóri verði ráðinn eftir páska.  

Þeir sem sóttu um stöðuna eru: Anna Kolbrún Árnadóttir, kennari, Akureyri, Arnfríður Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri, Daníel Arason, tónlistarkennari, Eskifirði, Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, Neskaupsstað, Harpa Helgadóttir, þjónustufulltrúi, Kópavogi, Helga Sigurðardóttir, sérkennari, Akureyri, Herdís Zophaníasdóttir, námsráðgjafi, Akureyri, Hlín Bolladóttir, kennari, Svalbarðseyri, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, verkefnastjóri, Garðabæ, Jón Einar Haraldsson, námsráðgjafi, Akureyri, Jón Hilmarsson, skólastjóri, Hofsósi, Ómar Örn Hannesson, bankastarfsmaður, Reykjavík, Tómas Lárus Vilbergsson, sölumaður, Akureyri, Trausti Þór Sverrisson, framkvæmdastjóri, Reykjavík og Þóra Hjörleifsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Eyjafjarðarsveit.

Nýjast