Fimm sóttu um stöðu forstjóra FSA

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Fimm umsóknir bárust um stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri, FSA, en umsóknarfrestur rann út um síðustu helgi. Umsækjendur eru: Benedikt Sigurðarson, Bjarni Jónasson, Jónas Guðmundsson, Kristbjörn J. Bjarnason og Valbjörn Steingrímsson. Ráðið verður í stöðuna til 1. febrúar 2013, vegna leyfis Halldórs Jónssonar forstjóra. Staða forstjóra var nú auglýst öðru sinni en fyrir áramótin sóttu fjórir um stöðuna en tveir þeirra drógu umsóknir sínar til baka. Þorvaldi Ingvarssyni sitjandi forstjóri FSA, var boðið að halda áfram en hann hafnaði því og var starfið því auglýst að nýju. Það er velferðarráðherra sem setur í stöðuna frá 15. mars nk.

 

Nýjast