Hann segir ástandið gjörsamlega óþolandi. Tvisvar um páskana voru skemmdarverk unnin og einu sinni fyrr í vetur. Í seinna skiptið um páskana voru salernin eyðilögð, rúður brotnar og hurð inn á salerni var út á miðju bílaplani. Nú í vikunni voru fimm rúður brotnar og útiljós rifin niður. "Ef svona skemmdarverk halda áfram verður húsinu lokað og þá verður engin salernisaðstaða í Kjarnaskógi," segir Jón Birgir.