Fimm manna fjölskylda væntanleg um mánaðarmótin

Fjórar fjölskyldur komu frá Sýrlandi fyrir ári og fimmta fjölskyldan bætist við um í byrjun næsta má…
Fjórar fjölskyldur komu frá Sýrlandi fyrir ári og fimmta fjölskyldan bætist við um í byrjun næsta mánaðar. Mynd/Þröstur Ernir

Fimm manna fjölskylda frá Sýrlandi er væntanleg til Akureyrar um mánaðarmótin. Um er að ræða hjón með þrjú börn á grunnskólaaldri. Stefnt er því að fjölskyldan komi til landsins þann 30. janúar og komi fljótlega til Akureyrar í kjölfarið. Þetta verður fimmta fjölskyldan frá Sýrlandi sem kemur til Akureyrar en fyrir ári komu fjórar fjölskyldur til bæjarins, eða alls 25 manns. Þar af voru 14 börn.

Velferðarráðuneytið óskaði eftir því við bæjarráð Akureyrar í haust að taka á móti einni fjölskyldu til viðbótar og tók bæjarráð vel í þá beiðni. Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks, segir samning um móttökuna á milli velferðarráðuneytisins og Akureyrarbæjar í vinnslu en ekki frágenginn. Hún segir undirbúning vera hafinn en bærinn auglýsti eftir leiguíbúð og er verið að ganga frá leigusamningi þessa dagana.

Nýjast