Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld í 13. umferð deildarinnar. Á Þórsvelli tekur Þór á
móti botnliði Fram kl. 19:15. Átta stig skilja liðin að, Þórsarar eru í níunda sæti með 14 stig en Fram hefur sex stig á
botninum og þarf því virkilega á þremur stigum að halda í kvöld. Þór getur með sigri komið sér enn lengra frá
fallsæti, en eflaust skortir ekkert upp á sjálfstraust norðanmanna sem hafa gengið afar vel á heimavelli í síðustu leikjum og tryggðu
sér nú síðast sæti í úrslitaleik bikarins með sigri gegn ÍBV.
Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:
Fylkir-ÍBV 19:15 Fylkisvöllur
Valur-Grindavík 19:15 Vodafonevöllurinn
Breiðablik-FH 19:15 Kópavogsvöllur
Víkingur R.-Stjarnan 19:15 Víkingsvöllur
Þór-Fram 19:15 Þórsvöllur