Síðastliðna þrjá mánuði hefur lögreglan handtekið 16 manns sem hún telur hafa stundað fíkniefnasölu á Akureyri og haldlagt hjá þeim fíkniefni. Þrír af þeim hefur lögregla handtekið oftar en einu sinni með fíkniefni. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Um er að ræða símsvara þar sem fólk getur komið upplýsingum á framfæri nafnlaust. Starfsmenn fíkniefnastofu ríkislögreglustjóra taka niður upplýsingar sem berast og koma þeim áleiðis til lögregluembættanna.