FIMAK í þriðja sæti í hópfimleikum

Um helgina fór fram Íslandsmót í landsreglum í hópfimleikum í Versölum í Kópavogi (Gerplu húsið).  FIMAK átti þar eitt lið sem lenti í 3. sæti jafnt að stigum og liðið sem hafnaði í 2. sæti. 

Gerpla vann Íslandsmeistaratitlinn nokkuð örugglega eftir frábærar æfingar en minna mátti ekki muna í keppni um annað sætið, sem Rán hlaut að lokum eftir miklar vangaveltur dómara. FIMAK varð þriðja með sömu heildarstig og Rán en innbyrðis árangur á áhöldum skar úr um uppröðun á stigapalli. Það er greinilega mikil framtíð í iðkendum fimleika á Íslandi og mátti sjá mörg flott tilþrif.

Nýjast