Maður á þrítugsaldri var handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur á Akureyri um kl. 23:30 í gærkvöld. Maðurinn var færður til
yfirheyrslu, þar sem blóðsýni voru tekinn og send til rannsóknar. Að sögn lögreglunar á Akureyri var nóttin að öðru leyti
róleg. Talsvert að fólki er komið í bæinn vegna Bíladaga sem nú ganga í garð á Akureyri, en allt fór
þó friðsamlega fram. Búist er við því að það fjölgi í bænum í dag og á morgun.