Árleg Fífilbrekkuhátíð Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal verður sunnudag 19. júní
2011. Minningarstofan um Jónas Hallgrímsson verður opin. Gönguferð suður í Hraunin og að Hraunsá kl. 14:00 undir leiðsögn Tryggva
Gíslasonar. Klukkan 16:00 segir Guðrún María Kristinsdóttir frá lífi og starfi skáldsins og náttúrufræðingsins
Jónasar Hallgrímssonar.