FH sigraði Ragnarsmótið eftir sigur á AH

Akureyri Handboltafélag tapaði í gærkvöld gegn FH í úrslitaleiknum á Ragnarsmótinu sem haldið var á Selfossi. Lokatölur í leiknum í gær urðu 36-29 og náði FH að hefna fyrir tvö töp gegn norðanmönnum sl. helgi.

AH fékk því silfurverðlaunin á mótinu og Selfyssingar hirtu bronsið eftir sigur á Valsmönnum. Auk þessara liða keppti einnig Grótta og Stjarnan á þessu sex liða æfingamóti.

Nýjast