Félag um rekstur verksmiðjuhúsanna á Hjalteyri stofnað

Eignarhaldsfélag um rekstur verksmiðjuhúsanna á Hjalteyri var stofnað í gær. Félagið heitir Hjalteyri ehf og eru hluthafar 26 talsins. Fyrirhugað er að félagið kaupi húseignir verksmiðjanna á Hjalteyri og leigi þær út til margvíslegrar starfsemi. Húseignirnar, sem eru um 7.000 fermetrar alls, eru af margvíslegu tagi og bjóða upp á ótal möguleika.

Þegar hafa nokkrir aðilar lagt drög að starfsemi á Hjalteyri og verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessar miklu byggingar vakna til lífs á ný. Stjórn Hjalteyrar ehf. skipa þau Guðmundur Sigvaldason, Lene Zachariassen og Marinó Sveinsson, en varamenn eru Jón Þór Brynjarsson, Hákon Rúnarsson og Valgeir E. Ásbjörnsson. Þetta kemur framá vef Hörgársveitar.

 

 

 

Nýjast