Fátt bendir til að frekari jarðhita sé að finna

Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða að bora við Krossastaði á Þelamörk í Hörgársveit. Mynd: G…
Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða að bora við Krossastaði á Þelamörk í Hörgársveit. Mynd: Guðmundur Sigvaldason.

Fyrir áramót hófust jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal á vegum Hörgársveitar og Norðurorku hf. með stuðningi Orkusjóðs. Áætlað var að bora 15-20 svonefndar hitastigulsholur víðs vegar um svæðið og er þeirri vinnu nú  lokið. Boraðar  voru 16 holur, 60-100 m djúpar. Lokaskýrsla liggur ekki fyrir en Franz Árnason verkefnisstjóri Norðurorku, segir að það sé ekkert sem bendi til þess að frekari jarðhita sé að finna í Hörgárdal og Öxnadal. Óljósar vísbendingar séu þó um hækkað hitastig við Bakkasel og að vitað sé um volgrur framarlega í Hörgárdal. Franz segir að í báðum tilfellum þyrfti frekari rannsóknir, og að nýting vatns svo langt frá byggð, svo ekki sé talað um byggðakjarna, sé nánast útilokuð, þótt eitthvað fyndist. Fræðileg umsjón með verkefninu var í höndum  Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) en um borun sá Ræktunarsamband Flóa og Skeiða.

Nýjast