Fasteignaverð rýkur upp á Akureyri

Akureyri.
Akureyri.

Fast­eigna­markaður­inn á Ak­ur­eyri hef­ur tekið við sér upp á síðkastið. Í októ­ber hafði fast­eigna­verð á Ak­ur­eyri hækkað um 21% milli ára, sem er mesta hækk­un á árs­grund­velli sem orðið hef­ur þar í bæ frá því um mitt ár 2006. Til sam­an­b­urðar hafði verð á höfuðborg­ar­svæðinu hækkað um 17% í októ­ber sem er ögn hæg­ari takt­ur en var fyrr á þessu ári. Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu Íbúðalána­sjóðs og greint er frá mbl.is.

„Að und­an­förnu hef­ur íbú­um Ak­ur­eyr­ar fjölgað jafnt og þétt. Í byrj­un októ­ber bjuggu 18.710 manns á Ak­ur­eyri og hafði íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum árs­ins. Til sam­an­b­urðar fjölgaði íbú­um um 140 á sama tíma 2016. Bú­ast má við því að fjölg­un íbúa á svæðinu hafi ýtt und­ir aukna eft­ir­spurn eft­ir hús­næði sem skýr­ir að ein­hverju leyti verðhækk­un­ina á svæðinu,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Í mánaðar­skýrslu Íbúðalána­sjóðs kem­ur fram að raun­verð íbúðar­hús­næðis á land­inu öllu hækkaði í nóv­em­ber eft­ir lækk­un í októ­ber. Vís­bend­ing­ar eru um að markaður­inn stefni í átt að auknu jafn­vægi með auknu fram­boði af nýju hús­næði og hækk­un­um fast­eigna­verðs í takt við kaup­mátt­ar­aukn­ingu. Síðustu miss­eri hef­ur aukn­ing kaup­mátt­ar þó verið minni en hækk­un fast­eigna­verðs. Frá upp­hafi árs 2016 hef­ur raun­verð fast­eigna hækkað um 26% en kaup­mátt­ur launa um 11%.
 

Nýjast