Það eru ekki aðeins jólaljósin sem gleðja Eyfirðinga nú í morgunsárið, því þessi fallegu glitský lýsa upp himininn í augnablikinu og eru menn sammála um þetta sé skemmileg viðbót í skammdeginu.
Ár hvert heldur Sundfélagið Óðinn í sínar rótgrónu og litríku jólahefðir sem hafa í gegnum árin skapað ógleymanlegar minningar fyrir bæði iðkendur og samfélagið í kringum félagið. Þrjár hefðir standa þar upp úr, hressilegt og óútreiknanlegt desembermót, töfrandi jólaæfing sundskólans og Þorláksmessuáskorunin.
Nýgerð myndlist er veigamikill hluti af menningarstarfsemi í Sigurhæðum og einn kjarna þáttur í að skapa frjótt samtal við menningararf staðarins og húsið Sigurhæðir
„Jólin eru stór hluti af starfinu okkar,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri þegar hann lýsir aðventunni hjá Minjasafninu á Akureyri. Á hverju ári koma um eða yfir þúsund börn og kennarar í jólafræðslu sem hefur verið fastur liður í áratugi. Fræðslan fer fram bæði á Minjasafninu sjálfu, í Nonnahúsi og í Minjasafnskirkjunni og hefur fest sig rækilega í sessi sem mikilvægur hluti af jólaundirbúningi margra skóla.
Áramótabrenna Akureyringa, ein elsta og glaðlegasta hefð bæjarins, er nú staðfest fyrir gamlárskvöldið 2025. Hún verður haldin á sama stað og í fyrra, fyrir sunnan golfvöllinn á Jaðri, þar sem jólin mæta nýja árinu í logandi ljóma og hlýrri samkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ verður kveikt í brennunni kl. 20:30 rétt eins og undanfarin ár, og allir eru velkomnir til að njóta þessarar hátíðlegu uppákomu.
Ari Svavarsson rifjar upp jólin á Akureyri og veltir fyrir sér um hvað hátíðirnar snúist í raun og veru
Það er margt sem breytist með aldrinum, en jólin fylgja manni í gegnum æviskeiðin í ýmsum myndum. Ari Svavarsson, listamaður, rifjar upp minningar liðinna jóla og heldur því fram að kjarninn hafi alltaf verið sá sami, þrátt fyrir aukna efnishyggju og kaupmannajól nútímans.