Fagnar ákvörðun um að stuðning við nýliðum í kúabúskap

Stuðningur við nýliðun í kúabúskap mun auðvelda ungu fólki að hefja mjólkurframleiðslu.
Stuðningur við nýliðun í kúabúskap mun auðvelda ungu fólki að hefja mjólkurframleiðslu.

Félag ungra bænda á Norðurlandi fagnar þeirri ákvörðun sem hefur verið tekin af sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra, í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda, að styðja við nýliðun í kúabúskap. Félagið telur að stuðningur við nýliðun í kúabúskap muni verða til þess fallin að auðvelda ungu fólki að hefja mjólkurframleiðslu á Íslandi.

Slíkur stuðningur sé ekki aðeins mikilvægur fyrir unga bændur heldur líka fyrir greinina í heild sinni. Félagi ungra bænda á Norðurlandi finnst að með undirritun Landssambands kúabænda á þessari viljayfirlýsingu hafi forsvarsmenn sambandsins lýst því yfir með ábyrgum hætti að þeir hvetji enn fleira ungt fólk til þess að hefja kúabúskap. Ennfremur vill Félag ungra bænda á Norðurlandi lýsa ánægju sinni með störf Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í þágu ungra bænda og nýliðunar í íslenskum landbúnaði.

Nýjast