Menningarfélag Akureyrar, Leikfélags Menntaskólans á Akureyri og Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri hafa gert með sér samning um að sýningar leikfélaganna verði í Samkomuhúsinu næsta vetur. Sýningartími á verkum þeirra er skipulagður í kringum framleiðslu MAk í Samkomuhúsinu og er það gert að frumkvæði Leiklistarsviðs MAk. Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri LA, fagnar því að framhald verði á leiksýningum félagsins í húsinu en lengri frétt má sjá í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 30. júní