Á þriðja hundrað manns var hafnað um skólavist hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir nk. haust. Að sögn skólameistarans,
Hjalta Jóns Sveinssonar, er það talsvert meira en verið hefur undanfarin ár og segir Hjalti að skýringin sé sú að skólinn sé
einfaldlega fulhlaðinn.
Helst er það eldra fólk sem er vikið frá en allir nýnemar fengu skólavist og fólk á fræðsluskyldum aldri. Milli 20- 30 manns var
hafnað um inngöngu hjá Menntaskólanum á Akureyri að sögn Jóns Má Héðinssonar skólameistara. Er það
örlítið meira en hefur verið undanfarin ár og ljóst að færri komast að en vilja hjá framhaldsskólum á Akureyri í vetur.