Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvarinn síkáti frá Dalvík, hefur verið ráðinn í hlutverk Rockys fyrir leikritið Rocky Horror
Picture Show sem áætlað er að verði sett á svið hjá Leikfélagi Akureyrar í mars á næsta ári. Með aðalhlutverk
í leikritinu fer Magnús Jónsson sem leikur sjálfan Frank N Furter.
Þá munu þau Atli Þór Albertsson og Jana María Guðmundsdóttir fara með hlutverk parsins Brad og Janet. Með önnur helstu hlutverk
í verkinu fara þau Jóhann G. Jóhannsson, Guðmundur Ólafsson og Bryndís Ásmundsdóttir.