Eyjólfur Kristjánsson með tónleika á Hótel Kea

Eyjólfur Kristjánsson.
Eyjólfur Kristjánsson.

Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson hefur verið á tónleikaferð um landið í tilefni af 50 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Eyfi er nú mættur aftur til Akureyrar og hann heldur tónleika í kvöld kl. 22.00 á Hótel Kea. Sérstakur gestur á tónleikunum er Jón Ólafsson pínaóleikari. Áhugasamir geta tekið forskot á sæluna því æltar að koma í Pennann við Hafnarstræti kl. 17.30 og taka þar nokkur lög.

 

Á tónleikunum í kvöld mun Eyfi ásamt Jóni fara yfir ferilinn og spjalla á léttum nótum við tónleikagesti, rifja upp gamlar sögur úr bransanum og bestu lög Eyfa munu hljóma á Hótel Kea.

Nýjast