Er sundlaugin á Þelamörk að verða heimsfræg?

Forsíðu nýjasta hefti atlantica, sem er flugtímarit Icelandair, prýðir mynd af sundlauginni á Þelamörk. Þar með má ætla að allir sem koma til landsins með flugvélum flugfélagsins núna á útmánuðum virði fyrir sér myndina af þessu fallega mannvirki og því glæsilega umhverfi sem það er í.  

Sama mynd er líka inni í blaðinu, ásamt myndum af nokkrum öðrum íslenskum sundlaugum. Þeim fylgir stuttur pistill eftir ljósmyndarann, Pál Stefánsson, sem segir það besta við Ísland sé möguleikinn á að geta stungið sér í heita sundlaug í vetrarmyrkri og kulda. Aðsóknin að sundlauginni á Þelamörk, frá hún var opnuð eftir endurbætur um miðjan desember sl., hefur aukist mjög mikið, segir á vef Hörgárbyggðar.

Nýjast