Hún fjallar um kirkjuna frá veraldlegu sjónarmiði með þarfir samtímans í huga og ræðir hvort ekki sé rétt að kirkjan standi við hlið allra annarra lífskoðunarfélaga undir augnarráði veraldarinnar og beri að svara til um þau félagslegu gæði sem hún færir fram. Eiginmaður Jónu Hrannar sr. Bjarni Karlsson tekur þátt í umræðunum en einnig verður fjallað um þann félagsauð sem kirkjan ber með sér og komist að þeirri niðurstöðu að samfélagið þurfi nú sem fyrr á kirkjunni að halda um leið og kirkjan þurfi aðhald frá samfélaginu.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir er dóttir sr.Bolla Gústavssonar og Matthildar Jónsdóttur sem sátu Laufás við Eyjafjörð í nærri þrjá áratugi. Eftir að Jóna Hrönn lauk námi við Menntaskólann á Akureyri lá leiðin í guðfræðideild HÍ og hún útskrifaðist þaðan og var vígð til prestsþjónustu í Vestmannaeyju árið 1991. En sjö árum síðar tók hún við sem miðborgarprestur í Reykjavík, en síðustu fjögur árin hefur hún starfað sem sóknarprestur í Garðabæ og á Álftanesi. Jóna Hrönn er gift sr.Bjarna Karlssyni sóknarpresti í Laugarneskirkju og eiga þau þrjú börn.
29. nóvember.
Sigríður Þorgeirsdóttir
Er pólitíkinni viðbjargandi?
Framsögur og umræður sem höfða til allra sem velta fyrir sér spurningum um lífið og tilveruna. Allir velkomnir