Er Ísland bara fyrir Íslendinga?

Borgarafundur verður haldinn á Akureyri á morgun fimmtudag kl. 20.00 undir yfirskriftinnni: Er Ísland bara fyrir Íslendinga? Fundurinn verður haldinn í Deiglunni og þar verða m.a. eftir eftirfarandi spurningar til umfjöllunar: Rambar þjóðin á barmi fasisma? Hefur viðmót Íslendinga í garð útlendinga breyst eftir efnahagashrun? Finna útlendingar búsettir á Íslandi fyrir óvild í sinn garð? Eru margir útlendingar í efnahagsfjötrum á Íslandi?  

Héðinn Björnsson, Íslendingur, Sigurður Kistinsson, dósent við Háskólann á Akureyri og Radek B. Dudziak, starfsmaður Alþjóðastofu verða með framsögu. Í pallborði verða þau Paul Nikolov, varaþingmaður VG, Ágúst Torfi Hauksson,framkvæmdastjóri Brims og Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar.

Nýjast