Enn og aftur hafa verið unnar skemmdir á Kjarnakoti, húsi Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Að þessu sinni voru sex
rúður brotnar í húsinu, sem og öll ljós þar inni. Kjarnakot hefur orðið illa fyrir barðinu á skemmdarvörgum undanfarin ár.
Í júní á síðasta ári voru t.d. allar rúður í húsinu brotnar og líkt og nú var aðkoman síður en
svo skemmtileg.