Samstarfsamningur Akureyrarbæjar og Vina Hlíðarfjalls var nýlega endurnýjaður. Samningurinn kveður á um áframhaldandi stuðning Vina Hlíðarfjalls við frekari markaðs- og uppbyggingarverkefni í Hlíðarfjalli, sem eru m.a. að styðja við frekari uppbyggingu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls, móta og laga skíðaleiðir, auka við öryggisbúnað og markaðssetja Hlíðarfjall, segir á vef Akureyrarbæjar. Samningurinn gildir til 1. nóvember 2021.