Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni á Akureyrarvöku

Besta stemingsmyndin var tekin af Hafdísi G. Pálsdóttur
Besta stemingsmyndin var tekin af Hafdísi G. Pálsdóttur

Á nýliðinni Akureyrarvöku fór fram ljósmyndasamkeppni þar sem gestir voru hvattir til að myllumerkja myndirnar sína #Akureyrarvaka og voru valdar annarsvegar listrænasta myndin og hinsvegar besta stemmningsmyndin.  Sú sem átti bestu listrænu myndina heitir Sandra Marín Kristínardóttir og er myndin af auglýsingaskilti vegna viðburðar sem AkureyrarAkademían stóð fyrir í Hlöðunni í Litla-Garði og bar yfirskriftina „Samtal um hamingjuna“. Eins og sjá má á myndinni var viðburðurinn virkilega vel sóttur og komust færri að en vildu.

Besta stemingsmyndin var tekin af Hafdísi G. Pálsdóttur en sú mynd er tekin í Lystigarðinum þar sem fram fóru dagskrárliðið undir yfirskriftinni „Rökkurró í Lystigarðinum“. Þar má sjá kammerkórinn Hymnodiu undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar syngja lög við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Kórinn var staðsettur í námunda við gosbrunninn og nýtti sér ljóstýruna af seríunum til að sjá á nótnablöðin. 

Sigurvegarar ljósmyndasamkeppninnar fá helgarpassa í Hlíðarfjall og sundmiða í Sundlaug Akureyrar. Dómnefnd var skipuð starfsfólki Akureyrarstofu og Skapta Hallgrímssyni blaðamanni á Morgunblaðinu.

Ljósmyndasamkeppni Akureyrarvöku 2016

Nýjast